Tónlistarmaðurinn Cacksakkah gaf út plötuna “Sögur af fávitum” þann 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Platan var gefin út á öllum helstu tónlistarveitum og á geisladiski sem fæst í 12 tónum, Lucky Records og Smekkleysu plötubúð.

Það þekkja margir slagorðið frá tónlistarhátíðinni Eistnaflugi; Bannað að vera fáviti.

Það merkir að fólk eigi ekki að haga sér eins og fávitar. Ekki vera með stæla, ekki lemja, ekki nauðga. Fáðu samþykki, sýndu virðingu, berðu ábyrgð.

En samfélagið er fullt af fávitum, menn berja, menn nauðga, menn gaslýsa, menn hóta og menn vanvirða. Svo bera menn enga ábyrgð og kenna öðrum um.

Þetta eru sögur af svona mönnum.

Við megum ekki gleyma!

Við megum ekki þegja!