Í dag tekur Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á Ólafsfjarðarvelli kl 15:00.

Spila liðin í 17. umferð í 3. deild karla. KV er í 3. sæti deildarinnar 6 stigum á eftir KF sem er í 2. sæti.

KF er með 38 stig eftir 16 umferðir 4 stigum á eftir Kórdrengjum sem hafa leikið nú þegar í þessari umferð og getur því KF minnkað forskotið niður í 1 stig.

Stuðningsmenn KF er hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sitt lið til sigurs.

 

Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir/ frá leik KF-KV 2-0 á Ólafsfjarðarvelli 30. júní 2018