Fólkið á Norðurlandi vestra

eru hlaðvarpsþættir (e. podcast) sem SSNV stendur fyrir, þar sem rætt er við einstaklinga í landshlutanum sem eru að sýsla við áhugaverða hluti á hinum ýmsu sviðum.

Síðastliðinn miðvikudag birtist nýtt viðtal í þessari seríu, og er nýtt viðtal birt vikulega á miðvikudögum.

Að þessu sinni ræðir Unnur Valborg Hilmarsdóttir við Hrefnu Jóhannesdóttur.

Hrefna Jóhannesdóttir hefur marga hatta. Hún er skógarbóndi, skipulagsfulltrúi , oddviti og ýmislegt fleira. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á Silfrastöðum í Akrahreppi í Skagafirði á skógræktarjörð.

Hún segir okkur frá hvaðan skógræktaráhuginn kemur og tækifærunum í skógræktinni, störfum sínum sem hún vinnur mikið til í fjarvinnu af heimili sínu á Silfrastöðum og oddvitahlutverkinu svo fátt eitt sé talið.

Hér eru þrjár leiðir til að sækja “podcast-ið” í mismunandi tækum. Einnig má hlusta á vefnum með því að smella hér.

feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml