Fyrirhuguð er tiltekt á fjórum svæðum í Fjallabyggð með það að markmiði að fegra og bæta umhverfið.

Svæðin sem um ræðir eru:

  • Vesturtangi á Siglufirði
  • Svæði vestan við Óskarsbryggju á Siglufirði
  • Lóð númer 4 við Námuveg í Ólafsfirði
  • Gámasvæði við smábátahöfn í Ólafsfirði

Á myndunum má sjá nánari skilgreiningu á svæðunum sem um ræðir.

Þeir sem gera tilkall til einhverra af þeim hlutum sem á svæðunum eru skulu fjarlægja þá fyrir 31. maí nk. eða hafa samband við tæknideild Fjallabyggðar.


Myndir: Fjallabyggð