Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2021 ber nafnið “Göngum í takt” og verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Hreimur Örn Heimisson samdi lagið og flytur, ásamt Magna og Emblu Margréti, dóttur Hreims, sem verður 16 ára í haust.

Vignir Snær sá um útsetngu og hljóðblöndun og eðaltrymbillinn Benni Brynleifs trommar af sinni alkunnu snilld.

Auk þeirra eru flytjendur: Matthías Stefánsson sem leikur á fiðlu og Pálmi Sigurhjartarson leikur á harmonikku.

Árni Þór Guðjónsson, Steini Bjarka, Benedikt Brynleifs og Vignir Snær mynda kórinn.

Myndirnar eru skjáskot úr myndbandinu, sem má skoða hér neðar.