BBQ-kjöthleifur

  • ca 500 gr nautahakk (1 bakki)
  • 1 franskbrauðssneið, mulin í matvinnsluvél
  • 2 msk + 2 tsk worcestershire sósa
  • 1 msk  dijon sinnep eða annað sterkt sinnep
  • 3/4 bolli bbq-sósa
  • 2 msk hunang
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk svartur pipar

Blandið saman í skál nautahakki, brauðmylsnu, 2 msk worcestershire sósu, sinnepi, 1/2 bolla af bbq-sósu, 1 msk hunang, salti og pipar. Blandið vel saman með höndunum. Mótið hleif og setjið á smurða ofnskúffu.

Blandið saman 1/4 bolla af bbq-sósu, 1 msk hunangi og 2 tsk af worcestershire sósu. Smyrjið helmingnum af blöndunni yfir kjöthleifinn og geymið afganginn fyrir sósuna. Setjið kjöthleifinn í 175° heitan ofn í 45 mínútur.

Setjið afganginn af bbq-blöndunni í pott ásamt rjóma (smakkið til hversu mikinn rjóma). Látið sjóða saman við vægan hita. Þegar kjöthleifurinn er tilbúinn er soðinu hellt í gegnum sigti og bætt í sósuna. Bætið ef til vill grænmetisteningi út í og meiri rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit