Kristján Ingimarsson kynnir nýja plötu sína, Tilveran.

Í Tónlistinni í dag verður platan Tilveran spiluð í heild sinni.
Tilveran er hljómplata með tónlistarmanninum Kristjáni I. Platan inniheldur 11 frumsamin lög og texta. Jón Ólafsson sá um upptökur, útsetningar og hljóðfæraleikur er í höndum Jóns, Stefáns Más Magnússonar og Magnúsar Magnússonar.

Platan er aðgengileg á Spotify undir nafninu Tilveran, eða listamannsnafninu Kristján I.
Þetta er fyrsta plata Kristjáns en hann hefur verið lengi að í tónlistinni.
Hann hefur spilað með nokkrum hljómsveitum á austurlandi undan farin ár.

Í þættinum verður einnig spiluð ný erlend tónlist og svo allt það gamla góða, eða ný og notuð tónlist af bestu sort.

Fram munu koma til dæmis:
Kristin Sesselja,
London Gramma,
Pink Floyd,
Slade,
Daft Punk,
Dua Lipa,
Uriah Heep,
The Weeknd,
Ómar Diðriksson,
Dagny,
Tómas Welding,
og fleiri og fleiri.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla á sunnudögum kl. 15 strax á eftir þættinum Tíu dropar.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is