Kaffihlaðborð með rjómapönnukökum, smurbrauði og öðru fjölbreyttu meðlæti að hætti Húsfreyjanna verður í Hamarsbúð laugard. 3. ágúst og sunnud. 4. ágúst n.k.

Opið verður á milli kl. 14 og 18 báða dagana.

Verð kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri,

en kr. 1.000 fyrir 6 – 12 ára.

Eydís Ósk Indriðadóttir sýnir ljósmyndir.

ATH. ENGINN POSI VERÐUR Á STAÐNUM.

Verið velkomin í Hamarsbúð, Húsfreyjur.

Forsíðumyndin er af visithunathing.is en þar segir um Hamarsbúð:

Hamarsbúð er félagsheimili Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar er haldið um Jónsmessuna ár hvert Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð þar sem borðin svigna af fjölbreyttum þjóðlegum veitingum. Um verslunarmannahelgina er þar Kaffihlaðborð í boði og Sviðamessa er haldin í október. Sumarið 2013 var rekið kaffihús í Hamarsbúð.

Kort á Google Maps