Í dag miðvikudaginn 31. júlí fær Knattspyrnufélag Fjallabyggðar Skallagrím frá Borgarnesi í heimsókn. Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli og hefst hann kl. 19:00.

Skallagrímur er að spila sitt fyrsta tímabil í 3. deild og hefur liðið átt erfitt uppdráttar það sem af er móti og situr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig eftir 14 leiki, 5 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Stuðningsmenn KF eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sína menn til sigurs.

 

Mynd: Guðný Ágústsdóttir