Lögð voru fram drög að samningi við Félag eldri borgara í Ólafsfirði á 802. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarstjóri lagði fram þá tillögu að samningar verði undirritaðir við Félag eldri borgara á Ólafsfirði varðandi eigendaskipti á húseigninni að Bylgjubyggð 2b, þ.e. Húsi eldri borgara Ólafsfirði.

Í samningnum er m.a. kveðið á um að Félag eldri borgara fái endurgjaldslaus afnot af hluta hússins fyrir félagsstarf sitt, en Fjallabyggð ráðstafi öðrum hlutum hússins fyrir eigin afnot.

Bæjarráð samþykkti drög að samningi við félag eldri borgara í Ólafsfirði um eigendaskipti á húsnæði félagsins ásamt minnisblaði bæjarstjóra um málið. Bæjarstjóra falið að undirrita samning við Félag Eldri borgara og vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið.