Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 8. – 10. September í Tungurétt og Árskógsrétt.

Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur.

Eftirleitir og stóðréttir fara svo fram helgina 6. – 7. Október.