Í tilkynningu frá RARIK kemur fram að rafmagnslaust verður á Hafnarbraut, Grundargötu, Skíðabraut og Bjarkarbraut 23-25 í nótt, aðfaranótt föstudagsins 16.11.2018 frá kl 00:00 til kl 01:00 vegna vinnu í dreifistöð.  Vegna vafa er hér auglýst heldur stærra svæði en minna.

Einnig verður rafmagnslaust í Mímisvegi, Dalbraut, Sunnubraut, Svarfaðarbraut, Hjarðarslóð, Goðabraut, Smáravegi, Stórhólsvegi, hluta af Hólavegi og Bjarkabraut frá kl. 00:00 og fram til kl. 6 að morgni.

Sjá nánar á meðfylgjandi korti.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og má sjá á www.rarik.is/rof.