Fjallabyggð hlaut 2 millj. kr. styrk úr Barnamenningarsjóði.

Barnamenningardagar í Fjallabyggð verða haldnir í október 2020 þar sem í boði verða m.a. sköpunarsmiðjur, listsmiðjur, skapandi námskeið, fræðsla, framandi matargerð, sýningar og fleira og fleira fyrir börn og ungmenni. Markmiðið er að efla menningarstarf barna, gefa þeim tækifæri óháð stöðu og efnahag til að kynnast flóru menningar og lista í samfélaginu og sem þátttakendur að rækta hæfileika sína til listsköpunar, auk þess að veita þeim hvatningu til skapandi hugsunar og kynna þeim heim og umhverfi menningar í byggðarlaginu.

Barnamenningarsjóður hefur samþykkt var að veita 42 styrki að heildarupphæð 92 milljónir kr.  Þriggja manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Hörpu á degi barnsins, sunnudaginn 24. maí. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 112 umsóknir. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að fagráðið hafi í tillögum sínum lagt áherslu á að sinna fjölbreyttum þörfum barna og ungmenna og hafi því verið horft til þátta á borð við aldur, uppruna, færni, efnahag og búsetu.

Undirbúningsvinna er þegar hafin og hefur verið leitað eftir samstarfi við fjölmarga menningaraðila, söfn og setur í Fjallabyggð ásamt grunn,- leik- og tónlistarskóla og bókasafns Fjallabyggðar.

Sjá einnig á fjallabyggd.is

Forsíðumynd: Föndur í Síldarminjasafni
Mynd: Síldarminjasafnið á Siglufirði