Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði hjá Sveitarfélaginu Fjallabyggð fyrir námsmenn, 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi. Námsmenn í háskólanámi eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 10 störf í boði í tvo mánuði hvert.

Störfin eru af ýmsum toga og má nefna:

  • Umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins
  • Störf sem snúa að menningarstarfi m.a. vinnu við ljósmyndun og skráningu á Listaverkasafni Fjallabyggðar
  • Störf sem snúa að markaðsvinnu í sveitarfélaginu
  • Störf við flokkun og skráningu skjala
  • Störf sem snúa að félagslegri þátttöku eldri borgara

Eftirfarandi hæfniskröfur eru gerðar:

  • Lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og kurteisi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni, starfsgleði, frumkvæði og sveigjanleiki
  • Samviskusemi og stundvísi

Sótt er um störfin í gegnum Íbúagátt og er umsóknarfrestur til og með 4. júní 2020.

Upplýsingar um menntun og fyrri störf sem og staðfestingu á námi þurfa að fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála gudrun@fjallabyggd.is, sími 4649104