Lögreglan á Norðurlandi eystra við biðja almenning um að læsa útidyrum íbúða og húsa, ef þið farið af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð.

Lögreglan hefur grun um að óprúttnir aðilar séu nú á ferð um Norðurland en frést hefur af grunsamlegum mannaferðum og fólki að taka í hurðarhúna íbúða.

Einnig er eitthvað um að fólk sé að banka og spyrja furðulegra spurninga, væntanlega í þeim tilgangi að kanna hvort einhver sé heima.

Verið á varðbergi og munið eftir nágrannagæslu.