Valerio Gargiulo

Trölli.is ætlar að birta áhugaverðar smásögur og frásagnir eftir ítalskan ritöfund, búsettan í Reykjavík. Hér má lesa fyrstu frásögnina sem hann sendi Trölla.is.

Valerio Gargiulo er Ítali frá Napólí sem býr á Íslandi

Ég heiti Valerio Gargiulo og er Ítali frá Napólí sem býr á Íslandi, í Reykjavík síðustu sjö ár. Ég er rithöfundur og skrifa helst um yfirnáttúrulega atburði og fantasíur.

Sál heimilisins

Ég heyrði mikið af draugasögum í Napólí þegar ég var barn. Ég man eftir einni sögu sem hefur alltaf heillað mig. Vingjarnlegur andi sem kallaðist Bella ‘mbriana (sem þýðir sál heimilisins), falleg ung kona með fagurt andlit sem átti að gefa ráð og beina neikvæðni í burtu. Sagan segir okkur frá prinsessu sem missti vitið eftir vansælt ástarsamband. Hún ráfaði um stræti Napólí eins og týnd sál. Faðir hennar, konungurinn, elti hana og verðlaunaði þeim sem gáfu veiku dóttur sinni að borða. Úr því varð sá siður að góð gæska tengist
vernd hennar yfir heimilum.

Heraklitus – Ca’ Rezzonico – Eraclito 1705 – Giuseppe Torretti

Það var þaðan sem áhugi minn fyrir þjóðtrú og hjátrú átti uppruna sinn samhliða ástríðu minni fyrir mannfræði og heimspeki. Ég lék mér með ímynduðum vinum mínum þegar ég var barn. Ég var draumórakennt barn sem þráði að eiga ‚vin sem enginn gat séð eða skynjað. Á sama hátt og skáldskapapersónur sem rithöfundar skapa: álfar, geimverur, og fólk sem er ekki til.

Þetta fékk mig til að hugsa. Ég velti því fyrir mér hvort að þetta fyrirbrigði væri yfirnáttúruleg birtingarmynd eða bara algeng sálfræðileg eða félagsleg röskun. Ég hef oft efast um lögmál náttúrunnar sem stýrir veruleika okkar.

Sem barn var ég frábrugðinn öðrum börnum

Sem barn var ég frábrugðinn öðrum börnum, en mér leið vel með það. Minn versti eiginleiki er vanhæfni mín við að velja hlið málefna því ég vil einna helst sátt og samlyndi. Frá unga aldri hefur mér verið sagt að ég væri kurteis, yfirvegaður og þolinmóður. Í gegnum tíðina hafa gamlir vinir horfið úr lífi mínu: höfðu gift sig, höfðu önnur áhugamál, ólík mínum, eða höfðu einfaldlega gleymt mér. Ég hef gert mér grein fyrir að allir hverfa, fyrr eða seinna, nýir vinir koma í staðinn, vinir sem passar betur nýjum samfélagsvæntingum hversdagslífsins. Ég trúi því að það gerist alltaf jafn óðum, því sem einstaklingar erum við alltaf að læra og við erum líka alltaf að þróast.

Eins og Heraklítus frá Efesus sagði: “allt flæðir”, og þar af leiðandi er ekkert varanlegt, vegna þess að við erum stöðugt mótuð af hverfulleika lífsins og allri uppsafnaðri reynslu.

Frsíðumynd/Napolí