Sunnudaginn 12. júlí n.k. verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappsstaðakirkju í Fljótum og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum.

Messan hefst kl. 14 og mun Stefán Gíslason leika undir fyrir almennan safnaðarsöng en dóttir hans, Halla Rut mun leiða stundina.

Heimilin í Fljótunum eru vinsamlegast beðin um að leggja fram brauð með kaffinu. Öðrum messugestum er einnig velkomið að leggja til kaffibrauð.

Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.

Látið þennan skemmtilega viðburð ekki fram hjá ykkur fara, komið og hittið sveitungana og fleira skemmtilegt fólk.

Mynd/Halldór Gunnar Hálfdansson