FM Trölli og Trölli.is standa fyrir vali á manni ársins 2018, hér má senda inn tilnefningu.

Móttöku tilnefninga lýkur á miðnætti að kvöldi 29. desember n.k.

Tilnefndur verður maður ársins á Siglufirði annars vegar og maður ársins í Ólafsfirði hins vegar.

Nú þegar hafa allmargir sent inn tilnefningar á þeim sem þykja hafa skarað fram úr fyrir sitt byggðarlag.
Ánægjulegt er að fylgjast með því hvað þeir sem hafa sent inn tilnefningar sjá margt jákvætt hjá samborgurunum.

Tilkynnt verður hverjir verða fyrir valinu á FM Trölla í þættinum Tíu Dropum 30. desember.