Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið í gær, sunnudaginn 14. júlí á Siglogolf vellinum á Siglufirði. Sextán þátttakendur voru á mótinu og mikil ánægja ríkti með mótið. Völlurinn þótti frábær þrátt fyrir mikla rigningu á laugardaginn og veðrið var gott til golfiðkunar.

Jóhann Már Sigurbjörnsson setti nýtt vallarmet á mótinu, 65 högg.

KLM verðlaunagripir gáfu veglega verðlaunagripi til eignar fyrir 1. 2. og 3. sæti og farandbikara fyrir 1. sætið.

Klúbburinn vil koma þakklæti til þeirra hjóna, Kristjáns Lúðvíks Möller og Oddnýjar Hervarar Jóhannsdóttur fyrir verðlaunagripina.

Sigurvegarar í 2. flokki karla
1. Elvar Ingi Möller
2. Hermann Ingi Jónsson
3. Ólafur Haukur Kárason

Sigurvegarar í 1. flokki kvenna
1. Hulda Guðveig Magnúsdóttir
2. Jósefína Benediktsdóttir
3. Ólína Þórey Guðjónsdóttir

Sigurvegarar í 1. flokki karla
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson
2. Salmann Héðinn Árnason
3. Sævar Örn Kárason

 

Glæsilegir verðlaunagripir sem KLM Verðlaunagripir lögðu til

 

 

Kristján L. Möller les upp verðlaunasætin

 

Hermann Ingi Jónsson, Elvar Ingi Möller og Ólafur Haukur Kárason

 

Ólína Þórey Guðjónsdóttir, Hulda Guðveig Magnúsdóttir og Jósefína Benediktsdóttir

 

Sævar Örn Kárason, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Salmann Héðinn Árnason