Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi hefur látið af störfum hjá Húnaþingi vestra.

Sveitarstjórn þakkar Ólafi vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Sveitarfélagið hefur gert tímabundinn samning við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa. Einnig hefur Skúli Húnn Hilmarsson verið ráðinn í tímabundna stöðu aðstoðarmanns byggingarfulltrúa.

Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi verður alla jafna með viðveru í Ráðhúsi Húnaþings vestra á fimmtudögum. Hægt er að ná á Skúla Hún, aðstoðarmann byggingarfulltrúa, á skrifstofu sveitarfélagsins frá kl. 9-12 alla virka daga.

Erindi til byggingarfulltrúa er hægt að senda á netfangið: byggingarfulltrui@hunathing.is.

Mynd/ Húnaþing vestra