Í gær lagðist skemmtiferðaskipið Saga Sapphire að bryggju á Siglufirði. Um er að ræða stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Siglufirði.

Saga Sapphire er 200 m. langt en þess má geta að bryggjukanturinn sem skipið liggur við er 155 m. langur. Saga Sapphire er rúmlega 37.000 brúttótonn, farþegar eru um 600 og yfir 400 eru í áhöfn skipsins.

Farþegar skipsins nutu allskonar afþreyingar, bæði innan bæjar og utan, þann tíma sem skipið staldraði við í landi á Siglufirði..

Meðfylgjandi loftmyndir tók Ingvar Erlingsson úr dróna.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

.

 

.