Félagsleikar Fljótamanna – félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum og gesta – verða haldnir í Fljótum um verslunarmannahelgina 2019.

Á félagsleikunum verður efnt til ýmissa viðburða svo sem morgunverðarfundar um félagssögu Fljóta, en þar mun Jón Kristjánsson fv. ráðherra og alþingismaður ávarpa gesti og rifja upp kynni af Fljótamönnum. Íslandsmót í félagsvist fer fram, tónleikar af ýmsu tagi verða í boði og gönguferðir með leiðsögn, m.a. um slóðir Bakkabræðra eins og þeim er lýst í nýrri Byggðasögu Skagafjarðar. Kvöldvaka verður á Ketilási á laugardagskvöldinu þar sem fram fer Dalalífs “bar-kvissi”, harmonikkuleikur og fjöldasöngur.

Sérstök dagskrá verður tileinkuð skáldkonunni Guðrúnu frá Lundi og munu bókmenntafræðingarnir Dagný Kristjánsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir flytja erindi auk þess sem farandsýningin Kona á skjön verður opnuð, en hún fjallar um ævi og störf skáldkonunnar.

Fljótaá og Miklavatn

 

Þá verður Fljótahlaup Orkusölunnar þreytt en þar er m.a. hægt að fara í 13,1 km. Skeiðsfosshlaup. Í framhaldi af því bjóða Kvenfélagið og Orkusalan til kjötsúpuveislu með gómsætri kjötsúpu að hætti Fljótamanna og er hún gestum að kostnaðarlausu.

Félagsleikar Fljótamanna er samstarfsverkefni Íbúa- og átthagafélags Fljóta og hollvina. Fjöldi lista- og fræðimanna taka þátt, frítt er inn á alla viðburði og sala veitinga í höndum heimanna – allur ágóði rennur til góðra mála í Fljótum. Margvísleg þjónusta og gistimöguleikar eru í boði í Fljótum og nærsveitum, og veitingasala og bar verður á Ketilási.

Nánari upplýsingar veita Sjöfn Guðmundsdóttir reykjarholl3@gmail.com sími – 8993183 og Hermann Sæmundsson hemmisaem@gmail.com sími – 8995525.

https://www.facebook.com/events/421846065059437/