Laugardaginn 27. júlí s.l. bauð Siglfirðingurinn Sigurður Hlöðversson til tónleika í Siglufjarðarkirkju í tilefni af sjötugsafmæli sínu, sem var þann 23.

Trölli var fjarri góðu gamni, upptekinn við útsendingar frá Eldi í Húnaþingi, en annar Siglfirðingur, Leó Ólason sendi okkur myndir sem hann tók á tónleikunum. Tónleikarnir voru skemmtilegir og vel sóttir, þar sem afkomendur Sigurðar skemmtu með söng, en um píanó undirleik sá Páll Barna Szabó, sem er bróðir Antoniu Hevesi fyrrum organista Siglufjarðarkirkju.

 

Margrét Brynja Hlöðversdóttir og Hlöðver Sigurðsson

 

Hjónin Þórunn Marinósdóttir og Hlöðver Sigurðsson

 

Feðgarnir Þorsteinn, Sigurður og Hlöðver

 

Páll, Sigurður, Hlöðver, Þórunn, Þorsteinn og Margrét Brynja

 

Guðmundur Ólafsson (Gummi Fjólu) leikari, leikskáld og leikstjóri var kallaður úr sal til að syngja með bræðrunum

 

Páll Barna Szabó lék undir á píanó

 

Myndir: Leó Ólason