Á 661. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá 2. júní var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 28.06.2019 þar sem þess er óskað að gerðar verði breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar frá og með 1. september 2019. Í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði stjórnendateymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum. Um er að ræða tímabundna breytingu á stjórnendateymi til reynslu í eitt ár.

Áætluðum launakostnaði kr. 883.530 vegna tímabilsins ágúst til desember 2019 þarf að vísa í viðauka.

Bæjarráð samþykkir að gera tímabundna breytingu á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar til eins árs og vísar kostnaði kr. 883.580 til viðauka nr.12/2019 við fjárhagsáætlun 2019 og færist á deild 04210, lykill 1110 kr. 706.824 og kr. 176.706 á lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.