Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði er með sína árlegu flugeldasölu fyrir áramótin.

Flugeldasala björgunarsveitanna er þeirra aðal tekjulind, en auk flugelda er hægt að kaupa rótarskot til að styrkja sveitina.

Salan hjá Strákum verður í skemmu sveitarinnar við Tjarnargötu 18 á Siglufirði eins og í fyrra, fólk er beðið að vera með andlitsgrímur þegar það kemur inn í verslunina.

Einnig er hægt að panta flugelda á vefnum strakar.flugeldar.is þar sem hægt er að skoða myndbönd og sjá hvernig skotkökurnar virka, og sækja svo pöntunina í hús björgunarsveitarinnar að framanverðu (gamla salan) á opnunartíma.

Flugeldasýningin verður í kvöld kl. 21 á sama stað og í fyrra, en ekki verður brenna.

Virðum sóttvarnarreglur og förum varlega.

Opnunartímar flugeldasölu Stráka:

Þriðjudagur 28. desKl. 18:00 – 20:00
Miðvikudagur 29. desKl. 18:00 – 20:00
Fimmtudagur 30. desKl. 13:00 – 21:00
Gamlársdagur 31. desKl. 13:00 – 16:00

Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og um leið að styðja við skógrækt í landinu. Rótarskot gefur af sér tré sem sjálfboðaliðar gróðursetja í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands.

Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn á árinu og hvetur fólk til að fara varlega um áramótin.

Gleðilegt nýtt ár, Björgunarsveitin Strákar Siglufirði.