Áramótabrennan hefur verið felld niður í Húnaþingi vestra, en Björgunarsveitin Húnar verður með flugeldasýningu kl. 21:00 á gamlárskvöld.

Skotið verður upp af norðurgarði Hvammstangahafnar og er mælst til þess að fólk njóti flugeldasýningarinnar að heiman með sínum nánustu, eða á góðum útsýnisstöðum sem eru víða um bæinn, en hópist ekki saman niður við höfn.

Flugeldasýningin verður einnig í beinni útsendingu á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Húna.