Á Fótbolti.net kemur fram að varnarmaðurinn, Ingi Freyr Hilmarsson hefur verið lánaður til KF frá Þór Akureyri.

KF var einu stigi frá því að komast upp í 2. deildina í sumar og því leikur liðið áfram í 3. deildinni á komandi sumri.

Ingi Freyr þekkir vel til í Fjallabyggðinni þar sem Ingi er uppalinn í Leiftri frá Ólafsfirði. Hann á að baki 199 meistaraflokksleiki á ferlinum hér á landi.

Hann hefur leikið með Þór frá 2011. Auk þess hefur hann leikið með KA, KS/Leiftri, Leiftur/Dalvík og í Noregi.