Út er komið nýtt myndband með Keflvíkingnum Guðmundi Hermannssyni og Siglfirðingnum Hlöðver Sigurðssyni sem syngja saman lagið “Ferðin yfir fljótið mikla”.

Lagið er á nýútkomnum diski “Pikkað upp úr poppfarinu” sem Leó R. Ólason gefur út.

Lagið var “svona næst um því samið sérstaklega fyrir þá félaga” segir Leó.

Myndbandið er að langmestu leyti tekið í Hellisgerði í Hafnarfirði og við Skarfaklett við Sundahöfn og má sjá hér fyrir neðan.