Á morgun þann 16. desember ætla Ástarpungarnir að hringja inn jólin með skemmtilegum jólatónleikum í Siglufjarðarkirkju.

Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og kostar miðinn 3000,- kr. en frítt fyrir börn 15 ára og yngri í boði Barnamenningarhátíð Fjallabyggðar.

Miðar eru seldir við hurðina og einnig er hægt að kaupa miða með því að senda tölvupóst á netfangið astarpungarnir123@gmail.com

Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, sem koma á jólatónleikana þurfa að framvísa vottorði um:
a) neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst og er tekin á viðurkenndum stöðum. ATH. sjálfspróf eru ekki tekin gild.
b) eða sýna fram á nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).

Einnig er grímuskylda. Opið er í hraðpróf alla virka daga klukkan 15:00 á heilsugæslu Siglufjarðar.

Panta þarf tíma í próf hér: https://hradprof.covid.is/