Haustsýning MTR var haldin í skólahúsinu á laugardaginn síðastliðinn.

Fólki gefst kostur á að skoða sýninguna áfram í rafrænu horfi. Smellið hér til að skoða sýninguna á netinu.

Á meðan samgöngutakmarkanir hömluðu hefðbundnu sýningarhaldi voru sýningar í lok haust- og vorannar alfarið í einskonar sýndarveruleikasal á netinu. Þó að nú sé hægt að koma saman, sýna og fagna afrakstri annarinnar nýtum við dásemdir tækninnar og sýnum verk fjarnema í sýndarheimi en verk staðnema hanga á veggjum skólahússins.

Þannig sparast að senda listaverk landshorna á milli og jafnvel erlendis frá með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Sömuleiðis eru öll ljósmyndaverk á netinu og nemendur spara þar með pappír og prentun.

Menntaskólinn er Grænfánaskóli og leggur mikla áherslu á umhverfismál og þetta er liður í þeirri viðleitni.

Myndirnar hér að neðan voru teknar í raunheimum á sýningunni.


Myndir/SM