Auglýsing frá Fræðafélagi Siglufjarðar.

Nú líður að öðrum fundi Fræðafélags Siglufjarðar og verður hann haldinn kl. 17, þriðjudaginn 26. nóvember nk., á Sigló hótel.

Efni fundarins er:

“Íslenskar hafnir og erlendar fjárfestingar” og verður m.a. fjallað um Belti og braut og Finnafjörð.

Umfjöllunarefnið er mjög áhugavert og hefur vakið upp margar spurningar.

Fyrirlesarar eru Stefán Már Stefánsson prófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst framkvæmdastjóri Lagastofnunar.
Allir eru velkomnir á fundinn svo endilega takið með ykkur gesti. Að venju er enginn aðgangseyrir.

f.h. stjórnar Fræðafélagsins
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.