Tilefni er til þess að minna íbúa Fjallabyggðar á að huga vel að staðsetningu og aðkomu að sorptunnum við heimili sín. Sérlega nú þegar veturinn er farinn að minna vel á sig og aðgengi fyrir starfsmenn verður erfiðara sökum veðurs og snjóa. 

Í 8. grein samþykktar Fjallabyggðar um meðhöndlun úrgangs er fjallað um staðsetningu sorpíláta og hvernig haga skuli aðgengi að þeim, en séu þær kröfur ekki uppfylltar gætu íbúar átt von á því að sorpílát verði ekki tæmd.

Við viljum því hvetja alla, sem þess þurfa, að bæta aðgengi og/eða staðsetningu sorpíláta svo ekki komi til þess að sorpið safnist upp í tunnunum.