Matvælastofnun varar við Tuborg Julebryg í 330 ml. glerflöskum vegna þess að það fannst glerbrot í flösku.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað tvær framleiðslulotur 02L21322 og 02L21323 í varúðarskyni.

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni  á þann stað sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.