Tillaga Helga Jóhannssonar

Helgi Jóhannsson leggur til að byggð verði bryggja í Hornbrekkubót við Ólafsfjarðarvatn og að framkvæmdin verði tekin inn við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

Töluverð aukning hefur orðið á kayak eign bæjarbúa og löngu orðið tímabært að skapa betri aðstöðu við Ólafsfjarðarvatn til að stunda ýmiskonar siglingar og vatnasport segir Helgi.

Lagt er til að bryggjan verði byggð úr rafmagnsstaurum sem reknir verða niður og síðan dekkið klætt. Nú þegar hafa staurar verið fengnir frá Landsneti úr Dalvíkurlínu en þörf er á fleiri staurum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar tekur jákvætt í hugmyndina og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun 2021.

Hægt er að smella á mynd af tillögu Helga Jóhannssonar til að skoða hana stærri.

Hér að neðan má sjá YouTube myndband sem Magnús G. Ólafsson tók af Ólafjarðarvatni í júlí síðastliðnum.

Forsíðumynd og myndband/Magnús G. Ólafsson