Bjarni Mark er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann er ungur lagasmiður, mikill fótboltakappi og gaf út lag nú í byrjun janúar.

Foreldrar Bjarna eru Mark Duffield og Mundína Bjarnadóttir.

Lagið, sem er hugljúft og í rólegri kantinum nefnist Stay with me og verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 13 – 15.

Lag Bjarna, Stay with me má finna á öllum helstu streymisveitum svo sem: Spotify, Apple Music, YouTube, Itunes, ofl.

Stay with me á Spotify