Pastasósa með linsubaunum og gulrótum

  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ tsk kanil
  • 2 msk tómatpuré
  • 1 msk paprikukrydd
  • 1 dl balsamik edik
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 2 dl rauðar linsubaunir (eða blanda af rauðum og grænum)
  • 2 grænmetisteningar
  • vatn eftir þörfum (ca 3-4 dl)
  • 2 stórar gulrætur
  • salt og pipar

Fínhakkið lauk og hvítlauk. Bræðið smjör á pönnu og steikið lauk og hvítlauk við miðlungsháan hita þar til mjúkt. Bætið kanil, tómatpuré og paprikukryddi saman við og látið malla aðeins saman. Bætið balsamik ediki saman við. Bætið hökkuðum tómötum og linsubaunum á pönnuna og myljið grænmetisteningana út í.

Látið nú sjóða saman við vægan hita þar til baunirnar eru orðnar mjúkar. Bætið vatni við eftir þörfum, linsubaunirnar sjúga í sig vel af vökvanum meðan þær sjóða. Rífið gulræturnar og blandið saman við undir lokin. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit