Nú á að dusta rykið af dansskónum, reima þá kyrfilega á sig og skvera sér á harmonikkuball!

Ballið sem haldið er í samkomuhúsinu Ásbyrgi á Laugarbakka í Húnaþingi vestra hefst kl. 21.00.  Það eru Bjössi, Benni, Skúli og Marinó sem sjá um fjörið langt fram eftir kvöldi.

Frítt inn og kaffiveitingar á staðnum

 

Frétt og mynd: Menningarfélag Húnaþings vestra