Ægir er næsti mótherji KF og verður leikið á laugardaginn 25. ágúst klukkan 16:00 á Þorlákshafnarvelli.

Nú er staðan þannig í deildinni að öll lið fyrir ofan okkur hafa leikið sinn leik í 15. umferð 3.deildar og er staðan ágæt fyrir KF.
Dalvík gerði 1-1 jafntefli við Einherja, KH tapaði óvænt gegn Vængjum Júpíters 2-0 og KFG vann Augnablik svo 3-2.

Staðan er þá þannig að Dalvík situr á toppi deildarinnar með 31 stig, KFG í 2.sæti með 26 stig, KH í því þriðja með 24 stig, Vængir í því fjórða með 23 stig og svo koma okkar menn KF í því fimmta með 22 stig og eiga leik inni gegn Ægir. Með sigri á Ægir getur KF komið sér í 25 stig og þar af leiðandi aðeins einu stigi frá öðru sætinu þegar þrír leikir eru eftir.

Fyrri leikur liðanna var leikinn á Ólafsfjarðarvelli þann 15. júní og vann KF sanngjarnan 2-0 sigur.
Frá árinu 2014 hafa KF og Ægir spilað 10 sinnum innbyrðis og hefur KF unnið fjóra, þrír hafa farið jafntefli og þrír hafa tapast. KF hefur skorað 10 mörk meðan ægir hafa skorað 14 mörk.

Meðfylgjandi eru myndir sem Guðný Ágústsdóttir tók af leik KF og Ægi á Ólafsfjarðarvelli 15. júní síðastliðinn þar sem KF sigraði 2-0.

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

 

.

 

Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: KF/Kristín Sigurjónsdóttir