Á fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar var lagður fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar – 21. ágúst 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

Ljóst er að það hefur orðið umtalsverð aukning á Siglufirði og meðalafli í hverri löndun 2018 er 8.2 tonn miðað við 4.5 tonn að meðaltali 2017.

í Ólafsfirði hefur meðalaflinn í hverri löndun aukist úr 0.8 tonnum í 0.9 tonn á milli ára en heildarafli minnkað.

2018 Siglufjörður 10425 tonn í 1218 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 312 tonn í 352 löndunum.

2017 Siglufjörður 6520 tonn í 1457 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 333 tonn í 420 löndunum.

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimild: Fjallabyggð