Leiðinda veður hafur verið á Tröllaskaga frá því í gærkvöldi og víða á Norðurlandi.

Siglufjarðarvegur er ófær vegna veðurs en aðrar leiðir á Norðurlandi eru færar. Vetrarfærð er á vegum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn. Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-25 m/s NV-til. Snjókoma eða slydda með köflum, en rigning syðra. Lægir í kvöld og nótt og styttir upp að mestu, fyrst sunnantil. Hiti víða kringum frostmark, en að 6 stigum syðst.

Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 og víða él á morgun, en úrkomulítið við vesturströndina. Kólnar í veðri.

Skjáskot: Vegagerðin