Á 730. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála er varðar greiningu á kostum sem gerðu mögulegt að flytja kennslu 5. bekkjar í starfstöð grunnskólans á Ólafsfirði.

Bæjarstjórn óskaði eftir minnisblaðinu á 203. fundi sínum í kjölfar bókunar fræðslu og frístundanefndar á 98. fundi nefndarinnar.

Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og fylgiskjöl og vísar því til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.