Miðvikudaginn 2. maí verður frem­ur ró­legt veður á vest­ur­helm­ingi lands­ins en bæt­ir smám sam­an í él þegar líður á dag­inn. Um landið aust­an­vert ganga skil frá suðri til norðurs með rign­ingu eða slyddu. Síðan tek­ur við ákveðin suðvestanátt með élj­um en lengst af þurrt norðaust­an­til á land­inu. Frem­ur svalt í veðri. Á sunnu­dag og mánu­dag er út­lit fyr­ir að vindátt verði suðlæg­ari, en jafn­framt vætu­sam­ari og þá er að sjá að hita­töl­urn­ar verði á upp­leið, alla­vega í bili, að því er fram kem­ur í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Veður­spá næstu daga

Vest­læg átt, 3-8 og stöku él S- og V-lands en breyti­leg átt 5-10 og slydda eða rign­ing með köfl­um A-til, en stytt­ir upp í kvöld.
Vax­andi suðvestanátt í fyrra­málið, víða 10-15 og él á morg­un, en yf­ir­leitt þurrt NA-til.
Hiti 1 til 7 stig að deg­in­um, mild­ast SA-lands í dag, en á A-landi á morg­un.

Á fimmtu­dag:
Suðvest­læg átt, 8-15 m/​s með rign­ingu á SA-landi fyrripart­inn, en élj­um S- og V-lands. Úrkomu­laust NA-lands. Hiti 1 til 8 stig að deg­in­um, mild­ast A-til.

Á föstu­dag og laug­ar­dag:
Suðvest­an 8-15 m/​s og skúr­ir eða él S- og V-lands, hvass­ast við sjáv­ar­síðuna, en hæg­ari og bjartviðri NA-til. Hiti 1 til 8 stig að deg­in­um, mild­ast NA-lands. en all­víða næt­ur­frost í innsveit­um.

Á sunnu­dag:
Suðvest­an hvassviðri og skúr­ir eða slydduél V-lands, en létt­skýjað eystra. Hægt hlýn­andi.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Ákveðin sunna­nátt með rign­ingu, en þurrt að kalla fyr­ir norðan. Hiti 6 til 12 stig, hlýj­ast NA-til.

Texti fengin af vef: Morgunblaðsins
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir