Allir helstu fjallvegir fyrir norðan eru lokaðir vegna ófærðar, óveðurs eða fastra bifreiða.

  • Öxnadalsheiði kl. 09:03. Vegurinn er á óvissustigi vegna veðurs og gæti lokað með stuttum fyrirvara.
  • Vatnsskarð kl. 06:43. Vegurinn er lokaður þar sem bílar þvera veg.
  • Þverárfjall kl. 06:42. Vegurinn er lokaður vegna veðurs.
  • Ólafsfjarðarmúli kl. 06:42. Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu.
  • Siglufjarðarvegur kl. 06:42. Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Nauðsynlegt að fylgjast með veðri og færð áður en haldið er af stað á vefsíðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.

Mynd/skjáskot af vefsíðu Vegagerðarinnar.