Fengum nýlega fyrirspurn frá lesenda varðandi símanotkun við akstur. Þökkum við Fjallabyggð fyrir svarið.

Spurt var:
Góðan dag. Var á ferðinni í bænum (Sigluf) fyrir hádegi nú á dögunum og sá í.þ.m. 7 aðila talandi í síma á ferð undir stýri. Af þessum 7 voru 4 starfsmenn sveitarfélagsins. Væri ekki ráð að kaupa handfrjálsan búnað fyrir þá starfsmenn sem þurfa að vera á ferðinni en samt “í bandi” þannig að ekki sé um lögbrot að ræða hjá starfsfólki sveitarfélagsins.

Svar frá Fjallabyggð:
Þeir starfsmenn sveitarfélagsins sem þurfa að nota gsm síma við akstur vegna vinnu sinnar hafa handfrjálsan búnað nú þegar.

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:

TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Mynd: af netinu