Fyrir viku, laugardaginn 25. mars var tek­ið á móti nýju björg­un­ar­skipi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Siglu­firði, þar sem það mun eiga heimahöfn. Skip­ið, sem hef­ur feng­ið nafn­ið Sig­ur­vin, er ann­að af þrem­ur nýj­um björg­un­ar­skip­um sem Lands­björg hef­ur geng­ið frá kaup­um á.

Sjóvá styrkti smíði þess­ara þriggja skipa um 142,5 millj­ón­ir króna en til stend­ur að end­ur­nýja öll 13 björg­un­ar­skip Lands­bjarg­ar. Með nýju skipun­um stytt­ist við­bragðs­tími Lands­bjarg­ar á sjó um allt að helm­ing og fela þau einnig í sér bylt­ingu í að­bún­aði fyr­ir áhafn­ir og skjólstæðinga. Fyrsta skip­ið af nýju skip­un­um þrem­ur, Þór, kom til Vest­manna­eyja í októ­ber síð­ast­liðn­um og það þriðja er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur nú í haust.

Mynd/ Sjóvá