Quesadillas með pestó, fetaosti og parmaskinku

  • tortillakökur
  • grænt pestó
  • fetaostur
  • parmesanostur
  • fersk basilika
  • ferskt chili
  • parmaskinka

Smyrjið tortillaköku með pestói. Setjið fetaost, parmesanost, ferska basiliku, hakkað chili (sleppið fræjunum ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt) og parmaskinku yfir helminginn og brjótið svo tortillakökuna saman, þannig að hún myndi hálfmána. Steikið á pönnu á báðum hliðum og þrýstið aðeins á tortilluna svo osturinn bráðni.

Skerið í sneiðar og berið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit