Sindri 0 – 1 KF

0-1 Friðrik Örn Ásgeirsson (’10)

Friðrik Örn Ásgeirsson gerði eina mark leiksins er KF lagði Sindra að velli í eina leik dagsins í 3. deild.

Þetta var síðasti leikur þrettándu umferðar og er KF fimm stigum frá öðru sætinu eftir sigurinn, þrátt fyrir að vera í sjötta sæti.

Sindri er sem stendur tveimur stigum fyrir ofan botnlið Ægis þegar fimm umferðir eru eftir.

Aðeins eitt lið fellur úr 3. deildinni í ár þar sem verið er að fjölga liðum fyrir næsta sumar.

Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: Fótbolti.net