Ólafur Baldursson er 70 ára Siglfirðingur. Býr einn á Lækjargötu 11 Siglufirði, á tvo syni Baldur 43 ára og Hlynur 34 ára, tvö barnabörn Júlía Margrét eins árs og Oliver Axel fimm ára.

Ólafur lærði rafvirkjun hjá Rafbæ Siglufirði og símsmíði hjá Póst og símaskólanum. Ólafur hefur unnið við rafvirkjun síðustu 20 ár síðast hjá Rarik sem mælaumsjónarmaður á Norðurlandi eystra.

Ólafur var keppnismaður í skíðagöngu á yngri árum , einnig sundi í 40 ár, sat í stjórn Sundsambands Íslands í átta ár, alþjóðlegur dómari í sundi, með dómararéttindi í 20 ár.
Ólafur var í stjórn og nefndum í Siglfirðingafélaginu í 25 ár , síðast formaður.
Ólafur er nýkjörinn formaður félags eldriborgara í Siglufirði.

Helstu áherslumál eru:
– Leita leiða til þess að Lífsgæðakjarni rísi í Fjallabyggð. Stuðla að meiri vellíðan og lífsgæðum eldri íbúa.
– Þrýsta á úrbætur í samgöngumálum.
– Styðja við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ásamt því að stuðla að nýsköpun.