Fulltrúar allra framboða til sveitarstjórna í Fjallabyggð hafa komið í skólann síðustu daga. Bæði til að kynna sig fyrir væntanlegum kjósendum en ekki síður til að kynnast skólanum.

Það er mikilvægt fyrir lýðræðið að sem flestir fái tækifæri til að kynnast þeim sem bjóða sig fram til starfa fyrir samfélagið og fyrir hvað þau standa. En það er líka mikilvægt að kjörnir fulltrúar kynnist fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu. Þannig hefur skólameistari kynnt skólann fyrir frambjóðendum og sagt þeim frá þeirri hugmyndafræði sem skólinn byggir á.

Þrír listar bjóða fram í sveitarfélaginu; A-listi jafnarafólks og óháðra, D-listi sjálfstæðismanna og H-listinn fyrir heildina.

Kjördagur er á laugardaginn.

Fleiri myndir af frambjóðendunum hér.

Myndir/ Björg Traustadóttir.