Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar segir á fréttavef N4.

Hún skipaði síðast annað sæti flokksins en Steingrímur J. Sigfússon sem var í fyrsta sæti hefur ákveðið að hætta þingmennsku.

„Ég gef kost á mér í 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Ég hef verið þingmaður hreyfingarinnar frá árinu 2013 og þar áður kynntist ég starfi þingsins sem varamaður frá árinu 2004. Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður þingflokksins og þar áður varaformaður. Nú gef ég kost á mér til að leiða lista hreyfingarinnar í mínu kjördæmi. Ég hef víðtæka reynslu m.a. sem sveitarstjórnarfulltrúi, kennari og af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja. Ég tel að reynsla mín af þingstörfunum og góð tengsl í kjördæminu komi sér vel í þeim stóru verkefnum sem framundan eru næstu misseri,“ segir Bjarkey í skriflegu svari til n4.is”

Sjá nánar hér: N4

Mynd/Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir/vg.is